Fréttir

Við fögnum framkvæmdum við nýjan Hafnaveg

Við fögnum því mjög að framkvæmdir eru hafnar við nýjan Hafnaveg svo hægt verði að loka þessum stórhættulegum gatnamótum – vonandi strax í lok sumars.

Auk þessa vegar þá hefur Reykjanesbær komið að – og fjármagnað að hluta þrátt fyrir mjög erfiðan fjárhag bæjarins framan af – gerð þriggja hringtorga á Reykjanesbrautinni í Reykjanesbæ, hjóla/göngustígs undirganga undir brautina við Fitjar og hjóla/göngustíg að Leifsstöð á kjörtímabilinu.

Þetta hefst með fyrirhyggju og útsjónarsemi starfsmanna bæjarins og stjórnenda, skilningi þeirra sem sitja í bæjarstjórn á mikilvægi málsins og samtakamætti íbúanna. Samfylkingin mun halda þessu góða verki á fram og berjast áfram fyrir tvöföldun á Reykjanesbrautarinnar alla leið.