Valur Ármann Gunnarsson

Valur Ármann Gunnarsson

Valur Ármann Gunnarsson skipar 10. sæti S-listans, hann er fæddur 21. ágúst 1953 og því 64 ára gamall.

„Ég kem inn á lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ aftur eftir 20 ára hvíld frá bæjarmálapólitík því það er virkilega þess virði að koma aftur eftir að hafa fylgst með frábærum árangri núverandi meirihluta á síðasta kjörtímabili en ég hef áhuga á bæjarmálum almennt en þó sérstaklega á ýmsum forvarnarmálum.“

Valur Ármann lauk sveinsprófi í húsasmíðum 1977 og hóf starf sama ár sem lögreglumaður í Keflavík, starfaði sem slíkur í um 16 ár. Starfaði síðan sem verk og öryggisstjóri hjá Tækniþjónustu Icelandair frá 1998 – 2008 en síðan þá starfað sem leigubifreiðastjóri hjá A-stöðinni í Reykjanesbæ.