Styrmir Gauti Fjeldsted

Styrmir Gauti Fjeldsted

Styrmir Gauti Fjeldsted skipar 3. sæti S-lista Samfylkingar og óháðra. Hann verður 26 ára í maí og lítur á framboðið sem risastórt tækifæri til að læra nýja hluti og hafa áhrif á samfélag sitt. Áhugasvið hans liggja helst í íþrótta- og umhverfismálum.

„Í íþróttamálum bæjarins finnst mér mjög mikilvægt að tryggja það að aðstæður til íþróttaiðkunar hér í bæ séu eins og best er á kosið.

Í umhverfismálum er að verða mikil vitundarvakning og er mikilvægt að við sem bæjarfélag séum í takt við tímann í þeim málum. Í dag má gera betur á þessu sviði og vil ég taka þátt í því.“

Hann starfar núna á leikskólanum Gimli en er byrja í nýrri vinnu hjá Advania sem ráðgjafi í Navision lausnum.

Leyndur hæfileiki? „Er einstaklega góður í því að fara í veiðiferðir og koma heim með öngulinn í rassinum. Ég held að ég sé með svona einn fisk á land í seinustu 30 veiðitúrum.”