Samfélag í sókn – Stefnuskrá

Við höfum stjórnað bænum okkar undanfarin fjögur ár á opnari og ábyrgari hátt en áður hefur verið gert.
Eftir drjúga tiltekt er uppbyggingin og sóknin hafin.
Nú er tími til að láta samfélagið njóta árangursins sem við höfum öll náð saman og hefja sókn í lýðræðismálum, fjölskyldumálum, umhverfismálum og atvinnumálum.
Mótum saman samfélag grundvallað á jöfnuði, lýðræði, ábyrgð og gagnsæi með fjölskylduna í fyrirrúmi.

Sókn í lýðræðismálum

Stjórnsýsla bæjarins okkar er orðinn skilvirkari, opnari og gagnsærri. Tekin hafa verið mikilvæg skref í auknu samráði við íbúa en við viljum gera  enn betur.

Auðvelda þarf aðgengi ennfrekar að upplýsingum og gera bæjarbúum auðveldara taka þátt í umræðunni, krefjast svara og atkvæðagreiðslna um mikilvæg mál. Við viljum að Reykjanesbær verði brautryðjandi í íbúalýðræði – við treystum íbúum bæjarins.

Við munum:

 • Sýna áræðni og nýsköpun í íbúalýðræði.
 • Halda íbúafundi og íbúakosningar um stóru málin í bænum okkar.
 • Stofna hverfaráð sem aðhald við stjórnsýslu og til að veita íbúum betri aðgang að kjörnum fulltrúum og sviðum bæjarins.
 • Tryggja að hverfaráðunum fylgi ákveðið fjármagn til að framkvæmda í hverfunum í samræmi við óskir og vilja íbúanna.
 • Gera reglulega íbúa-, ánægju- og þjónustukannanir svo vilji íbúanna komi í ljós.
 • Gera Reykjanesbæ að vinalegasta samfélagi á Íslandi. Taka vel á móti nýjum íbúum, innlendum og erlendum, og kynna þeim þjónustu og tækifærin í bænum okkar.
 • Nota þjóðfundaraðferð við þróun bæjarins. Bjóða íbúum úr öllum hverfum að koma og ræða stefnu bæjarins og framtíð.
 • Treysta íbúunum til að koma að framtíðarskipulagi sveitafélagsins og skapa framtíðarsýn sem hæfir öllum íbúum bæjarins.

Sókn í málefnum fjölskyldunnar

Við náðum að forgangsraða í þágu fjölskyldurnar á erfiðum tímum, tryggðum gjaldfrjáls námsgögn í grunnskólum og þrefölduðum hvatagreiðslur. Við munum tryggja að fjölskyldur bæjarins njóti árangursins sem náðst hefur á kjörtímabilinu.

Við munum:

 • Auka stuðning við foreldra og börn í menntakerfinu og í tómstundum.
 • Efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur.
 • Tryggja leikskólapláss fyrir 18 mánaða börn.
 • Ráða forvarnarfulltrúa og samræma forvarnarfræðslu fyrir öll börn í bænum okkar.
 • Endurskoða frístundarúrræði í skólum bæjarins með tilliti til nýrra laga.
 • Hækka hvatagreiðslur og þjálfarastyrki.
 • Bæta samgöngur fyrir börn og unglinga.
 • Styrkja Janusaráætlun fyrir eldri borgara til eflingar hreyfingar og félagslegrar virkni.
 • Byggja nýtt hjúkrunarheimili á Nesvöllum.
 • Vinna að samþættingu heimahjúkrunar og félagsþjónustu.
 • Móta framtíðarstefnu fyrir fatlaða og fjölga búsetuúrræðum.
 • Leitast við að stofna Vinakot í Reykjanesbæ – úrræði fyrir börn með fjölþættan vanda – í samvinnu við nágrannasveitarfélög okkar.
 • Halda áfram baráttunni fyrir eflingu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.

Sókn í umhverfismálum

Áherslur í umhverfismálum hafa breyt mjög til batnaðar í bænum okkar og mikilvæg skref hafa tekin til að gera hann vistvænni, haldð verður áfram á þeirri braut og gefið í.

Við munum:

 • Segja plastnotkun stríð á hendur og tryggja að stofnanir og vinnustaðir bæjarins gangi á undan með góðu fordæmi.
 • Gera auknar kröfur til framkvæmdaaðila um að þeir fylgi skýrum lágmarkskröfum í umhverfismálum.
 • Tryggja að ekki komi meiri mengandi stóriðja í bæinn okkar.
 • Halda áfram uppbyggingu göngu- og hjólastíga, ljúka við Strandleiðina og tengja hana við nágrannasveitafélög okkar.
 • Gera stórátak í að draga úr mengun sjávar við strandlengju bæjarins.
 • Auðvelda íbúum flokkun og endurvinnslu sorps með því að fjölga safnstöðvum samhliða upptöku flokkunartunnu fyrir íbúa á árinu.
 • Byggja Seltjörn upp sem útivistarparadís.
 • Leggja gervigras á aðalvelli Njarðvíkur og Keflavíkur. Þannig aukun við nýtni og hagkvæmi svæðanna og bætum aðstöðuna.
 • Sinna vanræktum svæðum í bænum okkar – byrjum á Ásbrú.

Sókn í atvinnumálum

Mikilvægt er að bæjarbúar allir, einstaklingar og fyrirtæki, vinni saman fjölbreytta umhverfisvæna atvinnustefnu fyrir bæinn okkar grundvallaða á sérstöðu okkar sem nýti mannauð og sköpunarkraft bæjarbúa til að skapa fleiri vel launuð og fjölbreytt störf.

Við munum

 • Fylgja eftir metnaðarfullri húsnæðisáætlun og tryggja gott lóðarframboð.
 • Endurskoða aðalskipulag Reykjanesbæjar í samráði við íbúa og fyrirtæki.
 • Koma á samráði um samgöngumál sem skili tíðari ferðum.
 • Vinna umhverfisvæna atvinnustefnu fyrir bæinn okkar.
 • Gera auknar kröfur um mengunarvarnir og umhverfismál.
 • Lækka fasteignagjöld.
 • Auka ennfrekar gagnsæi í stjórnsýslu og skýra verkferla.
 • Efla markaðssetningu svæðisins með verkefnastjóra í atvinnuþróun.
 • Tryggja aukið öryggi á raforkuorkuflutningi.
 • Berjast áfram fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar