Fréttir

Mikil ánægja með störf nýs meirihluta á aðalfundi félagsins

Á aðalfundi Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ 10. september kom fram mikil ánægja með nýjan meirihluta í bæjarstjórn, störf bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar og óháðra sem og verk fráfarandi stjórnar með formanninn Johan D Jonsson í fararbroddi. Fráfarandi stjórn skilar mjög góðu búi, félagslíf er öflugt og fjárhagstaðan mjög góð þökk sé okkar frábæra gjaldkera Vilhjálmi Skarphéðinssyni.
Í stjórn félagsins voru kosin þau Eysteinn Eyjólfsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Vilhjálmur Á. Skarphéðinsson, Sigurrós Antonsdóttir og Jóhanna Sigurbjörnsdóttir og varamenn voru kosin Guðrún Theodórsdóttir og Hjőrtur M Guðbjartsson. Stjórnin skiptir svo með sér verkum á fyrsta fundi sínum.
Í stjórn Kvennafylkingarinnar voru kosnar þær Jóhanna Sigurbjörnsdóttir, Sigurrós Antonsdóttir, Eydís Hentze Pétursdóttir, Íris Ósk Ólafsdóttir og Jana Guðlaugsdóttir og til vara Jurgit Milleriene.