Jurgita Milleriene

Jurgita Milleriene

Jurgita Milleriene sem skipar 16. sæti S-listans fluttist til Íslands fyrir 17 árum. „Ég elti nýbakaðan eigimanninn minn því hann vildi ekki koma aftur til Litháen eftir 6 mánaða dvöl á Íslandi. Hann heillaðist af íslenskri náttúru svo mikið að það var ekki snúið aftur heim.“

„Mér finnst skemmtilegt að takast á við nýjar áskorarnir og læra ný tungumál. Við eigum 3 börn sem tala bæði íslensku og litháísku. Við tökum virkan þátt í samfélaginu og reynum að stuðla að betra líf fyrir alla. Mig langar að leggja mig fram í að viðhalda íslenskunni, efla fjölmenningu og stuðla að betri menntakerfi á Íslandi.“

Jurgita stofnaði litháiskan móðurmálsskólann „Þrír litir“ árið 2004 og er enn stjórnandi og kennari í sjálboðavinnu í skólanum á laugardögum. Hún vinnur sem umsjónarkennari í Háaleitisskóla upp á Ásbrú og nýtur þess alveg í botn.

„Ég er snillingur í að misskilja og misheyra íslensku orðin en það gerir daginn miklu skemmtilegri. Helsti misskilngurinn var fyrir mörgum árum síðan þegar verið var að opna Ljósanótt og átti að sleppa bréfdúfum. Þá spurði ég geta bréf dúfur flogið? Ég fékk að heyra þetta svo mörg ár eftir þetta en það er gott að hlæja.“