Íris Ósk Ólafsdóttir

Íris Ósk Ólafsdóttir

„Ég hef oft íhugað að taka þátt í einhverskonar pólítísku starfi en aldrei tekið skrefið, fyrr en núna! En eins og svo margir aðrir tók ég eftir frábærum viðsnúningi á rekstri bæjarins og fannst það vera lykilatriði að halda áfram því góða starfi en jafnframt sækja fram því það eru mörg tækifæri. Ég er því stolt að því að taka 11. sæti á lista Samfylkingar og óháðra.“

Íris Ósk Ólafsdóttir, verkefnastjóri í tæknideild Icelandair, er 32 ára og fædd og uppalin í Reykjanesbæ. Fluttist tvítug til Danmerkur þar sem hún nam rekstrarhagfræði og hitti Garðar manninn sinn og þau eiga Anton Örn, 7 ára.

„Ég er raunsæ og lausnamiðuð og óttalegt nörd að því leitinu að ég elska setja mig inn í allskonar hluti sem margir nenna ekki að snerta á.“