Fréttir

Hjörtur kjörinn formaður Stjórnar Reykjaneshafnar

 

Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar Reykjaneshafnar var Hjörtur M Guðbjartsson kjörinn formaður.

Hjörtur hefur setið nánast óslitið í Atvinnu og hafnaráði Reykjanesbæjar, sem síðar varð að stjórn Reykjanesbæjar, frá árinu 2009. Einnig hefur hann setið í Umhverfis og skipulagsráði og var varabæjarfulltrúi 2010-2014.

Á fundinum var m.a. ákveðið að ganga í Cruise Iceland og halda þarmeð áfram vinnu fyrri stjórnar og framtíðarsýn Reykjaneshafnar með því að laða að fleiri skemmtiferðaskip en vilji til þess kom einnig fram í málefnasamningi nýs meirihluta á dögunum.

Einnig kom fram að undirbúningur er hafinn fyrir endurbætur við Njarðvíkurhöfn enda flest mannvirkin komin vel til ára sinna.

Frekari upplýsingar um fundinn er að finna hér: https://www.reykjanesbaer.is/is/stjornsysla/stjornsyslan/fundargerdir/stjorn-reykjaneshafnar-atvinnu-og-hafnarad/218-fundur-3