Guðrún Ösp Theodórsdóttir

Guðrún Ösp Theodórsdóttir

Í 5. sæti S-listans er Guðrún Ösp Theodórsdóttir, alltaf kölluð Dúnna, hjúkrunarfræðingur á HSS og Landspítala með meistaragráðu í bráðahjúkrun.

„Ég brenn fyrir öryggi, heilbrigðisþjónustu – ekki síst sjúkraflutningum, velferð barna og fjölskyldna. Fagleg stjórnun meirihlutans og gagnsæið á síðasta kjörtímabili fékk mig til að endurheimta trúna á lýðræðið og vilja taka þátt í að auka velferð bæjarbúa ennfrekar.„

Dúnna fæddist í Keflavík 1981 og búið í Reykjanesbæ nánast alla ævi. Hún á tvær stelpur, Júlíu Rún 12 ára og Heiðrúnu Helgu 7 ára og eina stjúpdóttur, Alexöndru Líf 20 ára og er gift Árna Rúnari Jónssyni vélstjóra hjá HS Orku.

Hún nýtur sín best á ferðalagi, í karókípartý eða á góðu spilakvöldi. „Mér finnst mikilvægt að hafa gaman í leik og starfi og njóta augnabliksins því lífið er stutt. Ég var í liði Reykjanesbæjar í Útsvarinu í 2 ár og hápunktar mínir þar voru þegar ég söng í beinni (er laglaus með öllu) og gargaði ranga svarið „í fullri reisn” ítrekað…“