Fréttir

Guðný Birna kjörin varaformaður Velferðarráðs Reykjanesbæjar

Á fyrsta fundi Velferðarráðs Reykjanesbæjar á nýju kjörtímabili sem haldinn var í dag var Guðný Birna, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, kjörin varaformaður ráðsins.

Guðný hefur setið í bæjarstjórn Reykjanesbæjar frá árinu 2014, er menntaður hjúkrunarfræðingur og lauk á dögunum námi í stjórnsýslufræði frá Háskóla Íslands.

Á fundinum kom m.a. fram að fjárhagsaðstoð í maí hækkaði um 1.559.961 á milli ára og var kr. 10.042.558 og hafði fjöldi einstaklinga/fjölskyldna aukist úr 74 í 84 á milli ára.

Sérstakur húsnæðisstuðningur var kr. 2.074.367 í maí mánuði.

Venju samkvæmt fer velferðarráð nú í sumarfrí fram í ágúst.