Fréttir

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar

Síðastliðinn þriðjudag var fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar haldinn. Á meðal dagskrárliða voru kosningar í nefndir, stjórnir og ráð á vegum Reykjanesbæjar og kynning á málefnasamningi nýs meirihluta Samfylkingarinnar, Framsóknar og Beinnar leiðar sem Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar, kynnti.

Fundinn sátu fyrir hönd Samfylkingarinnar Friðjón Einarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir og Styrmir Gauti Fjeldsted sem er nú formlega orðinn yngsti bæjarfulltrúi Reykjanesbæjar frá upphafi.

Hér er hægt að skoða alla fulltrúa Samfylkingarinnar í nefndum, ráðum og stjórnum.

Hér er hægt að lesa fundargerð bæjarstjórnar

Hér er hægt að horfa á fundinn í heild sinni