Sigurrós Antonsdóttir

Sigurrós Antonsdóttir

„Áherslan er á barnafjölskyldur, sitjandi meirihluti hefur gert margt gott fyrir börn og fjölskyldufólk. Höfum hækkað hvatagreiðslur, þjálfarastyrki og tryggt frí námsgögn í grunnskólum. Menntamál eru mér sérstaklega hugleikin, börnin eiga að sitja við sama borð hvað það varðar. Það er brýnt að við fáum aftur umboðið til að halda áfram að gera enn betur.“

Sigurrós Antonsdóttir er 37 ára hársnyrtimeistari og sjálfstæður atvinnurekandi sem skipar 6. sæti S-listans. Hún er gift Brynjari Emil Friðrikssyni og á tvö börn. Er fuglanörd með meiru og nýtur þess að fylgjast með þeim núna í sumarbyrjun. Sigurrós leggur stund á hugleiðslu og finnst gott að vera í núvitundinni.

Óvenjulegt áhugamál? „Ég er mótorhjólaskvísa og stefni á því að taka upp það áhugamál aftur fyrir BIG 4. Karlinn verður hnakkaskraut.“